27.2.2010 | 01:35
Hraðinn segir til sín alltaf.
Þarna er ekki um neitt annað að ræða en of hraðan akstur að ræða, hef ekið nennan veg ótal sinnum og hann er vel merktur, beygjan er að vísu mjög kröpp við brúnna en er vel merkt og ætti því ekki að koma neinum sem um vegin fer á óvart, það virðist ekki hafa skilað sér til ökukennara, að þeir nemendur sem þeir útskrifa þurfa að kunna að lesa umferðaskilti sem mæla fyrir um hraða á vegum landsins, alls ekki bara bæjarfélaga.
Þyrlan sótti slasaðan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki neitt annað en um hraðakstur að ræða segiru. það er nú samt klárelga um annað að ræða í þessu tilfelli og það er hálkan. jájá það er hægt að segja að ef það hafi verið hálka þa eigi menn að keyra hægar. en þetta er mjög lúmsk beygja þrátt fyrir að vera vel merkt og hálka hefur mikið að segja í þessu tilfelli. Tildrög þessa slyss hafa ekkert með það að gera að kunna að lesa skylti því ég get lofað þér því að sá sem þarna ók hefur ekið um þennan veg og þessa brú oftar en þú.
Hörður (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 03:27
Þú hlýtur að vera að grínast með þessari færslu...sérhver heilvita einstaklingur skrifar ekki svona án þess að vita staðreyndir !!
Jóhannes (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 09:51
kannski maðurinn var ekki að keyra mjög hratt, en hann var samt að keyra of hratt miðað við aðstæður. Skiptir ekki máli þótt hann hafi verið að keyra á 30 km.. hann var samt að keyra of hratt
karolina (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 10:06
hann kunni vel á leiðina, býr ekki langt frá, og hann vissi vel hvað hann var að gera, hann var á góðum jeppa og samkvæmt læknunum talaði hann um að hafa sveigt frá hundi eða ref sem stökk upp á veg fyrir bílinn... þessi færsla þín er vægast sagt röng, kjánaleg og skömmustuleg, ef ég væri þú myndi ég samstundis eyða henni út.
ég tek undir með jóhannesi, heilvita maður skrifar ekki svona vitleysu vegna einhvers sem hann dregur ályktanir af, slysin jú gerast - og þá er ekki gaman fyrir þá sem þekkja til að sjá svona heimskulega færslu við fréttina.
svo virðist sem sá eini sem sé ekki með sitt á hreinu, sé þú.
Vilhjálmur Heimir Baldursson
Vilhjálmur Heimir Baldursson (IP-tala skráð) 28.2.2010 kl. 02:13
Hörður-Jóhannes-Vilhjálmur: Hörður segir sjálfur "auðvitað á að aka hægar í hálku", en var það gert í þessu tilfelli?, Jóhannes og Vilhjálmur telja mig ekki vera heilvita, þá ályggtun draga þeir af því að ég viti ekki staðreyndir, þeir vita þær hins vegar og verja útafakstur tvítugs pilts, með þeim rökum að um nánast óumflanlegan atburð hafi verið að ræða, vonandi er ungi maðurinn ekki mikið slasaður, en af frásögn lögreglunar er bifreiðin gjörónítt, ungir menn gera mistök og reyndar við þessir eldri líka, en af mistökum á að draga lærdóm, og ef ungafólkið ekur bíl útaf, og er sagt af fullorðnu fólki að það hafi ekkert geta gert til að forðast slík, þó ekki hefði verið annað en að aka hægar, já þá er ég bara hálfviti að halda því fram að víst hefði annað verið hægt.
Magnús Jónsson, 28.2.2010 kl. 20:40
Hann var að passa sig, hann var að keyra miðað við aðstæður, og hann var ekki að keyra of hratt fyrir þessa beygju. stundum bætast bara þættir inní dæmið sem alls ekki var hægt að reikna með.
það sem ég var að reyna segja þér er að það er ekkert gaman að sjá svona ranga og móðgandi færslu við frétt um vin eða skyldmenni, þar sem þetta sem þú ert að blogga um upprunalega tengist fréttinni ekki á neinn hátt, og er bara mjög móðgandi við manninn sem er uppi á spítala, heppinn að vera á lífi og þú ert heima í tölvunni að reyna verja einhverjar setningar á netinu sem þjóna engum tilgangi nema í mesta lagi að fá innlit á bloggið þitt.
Vissulega hefði mátt forðast þetta, á einn eða annann hátt, en það er fullseint núna, og þú ert bara með dólg við að verja þessi mistök sem þú gerðir, þrátt fyrir að vera með þvílíku persónuleikalýsingu um að allir geti nú gert mistök.
ef þú getur ekki skilið afhverju ég er að segja þetta, þá er þér ekki viðbjargandi. þar af leiðandi svara ég ekki oftar á þessa síðu.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 1.3.2010 kl. 17:36
Vilhjálmur: Þaka hreinskilnina, en er drengurinn mikið slasaður, engar fréttir af líðan hans hafa birst í mbl að því er ég veit, eitt en svona í sambandi við það sem þú sagðir um að dýr hefði hlaupið í veg fyrir bílin, eitt sin er ég fór þarna um fyrir örgum árum síðan, þá hljóp refur yfir veginn einmitt í beyunni þarna við brúnna, hann hvarf svo upp ásinn.
Magnús Jónsson, 1.3.2010 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.