27.5.2010 | 20:06
Er of seint að biðja Steinunni um að hætta við????
Ekki minn flokkur, en Steinunn er mörgum flokkum ofar á gagnsermis listanum en þessi ----mörður.
![]() |
Mörður fyrsti varaþingmaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 20:00
Steinunn skorar, tær snilld.
Steinunn kemur enn einu sinni á óvart, nú þegar Gísli Marteinn, loksins upplýsir um stuðningsmen, þá kemur Steinunn með afsögn og bókstaflega jarðar Gísla, og ekki nóg með það hún nær að vera fyrst af þingmönnunum okkar til segja af sér, og verður að segja eins og er að aðrir hefðu mátt og átt að ganga á undan út um þær dyr, ég hef aldrei kosið Samfylkinguna en ég mun leggja lykju á leið mína til að opna dyr fyrir Steinunni ef tækifærið gefst, vonandi fyrir stjórnmálamenn framtíðarinnar verður afsögn hennar öðrum til eftirbreytni, ekki er vanþörf á því prófkjör síðustu alþingiskosninga, og nýliðin prófkjör fyrir borgarstjórnakosningar voru vægast sagt mikil vonbrigði fyrir marga sem væntu þess að menn kynnu að skammast sín.
![]() |
Steinunn Valdís segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2010 | 08:17
Er hrun í bankakerfi Spánar að hefjast?
Mér finnst ég hafa lesið eitthvað þessu líkt í blöðum, þegar seðlabanki Íslands yfirtók Glitnir, "sjóðurinn mun standa við skuldbindingar sínar og innistæður eru tryggðar", 610 milljónir evra hafa tapast eða því sem næst 100 milljarðar í Íslenskum krónum, ESB löndin eru varla byrjuð að hjálpa Grikkjum, þegar Spán riðar til fals efnahagslega, vonandi er ekki að hefjast seinna hrunið sem svo margir hafa spáð að væri í farvatninu, í fjármálakerfi heimsins.
![]() |
Spænskur sparisjóður tekinn yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2010 | 21:44
Fjársektir ?
Já þar hafið þið það, ef Grikkir fara ylla með aurana sem verið er að neyða íbúa Evrópubúa til að gefa þeim, þá verður þeim refsað með fésektum, það kemur líklega til með að laga eitthvað, og takið vel eftir það eru fjármálaráðherrar 27 ríkja, sem láta svona þvælu fara frá sér, ég segi fyrir mína parta Guð hjálpi Evrópu ef þetta eru mestu spekingarnir í fjármálum þar.
![]() |
Sameinast í vörn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 22:33
Hvar er askan??
Ég ók um þetta "öskufalssvæði" á milli kl 13,30 og 16 í dag fór að Skógum og til baka 2 sinnu fram hjá Þorvaldeyri, og ég sá öskumökkinn liðast um allt en það var sára lítil aska á staðnum, það rigndi hinsvegar sandi um allt svæðið, hann er svolítið öskublandaður, en það er sáralítil aska á staðnum, við girðingu hjá Þorvaldseyri var um 7 sentímetra þykkt lag af sandi í gróðri, við Skógarfoss var um 5 sentímetra þykkt lag einnig af sandi, sára lítil aska en mikið öskurík á ferðinni menn verða að gera greinarmun á gjósku sandi og ösku.
Það var alveg ótrúleg reynsla að standa á þjóðveginum við Þorvaldseyri og sjá og finna fyrir sandi sem hreinlega rignir niður í skýjabólstrum, og að hugsa sér orkuna sem þarf til að senda svona þungt efni eins og sandur er tug kílómetra leið, vona bara fyrir bændurna á svæðinu að ekki sé mikill flúor í þessari gjósku, það kom mér skemmtilega á óvart hvað gróður virðist koma sterkur upp úr gjóskunni, gróður þarna er sennilega um það bil viku á undan gróðri hér á höfuðborgarsvæðinu.
![]() |
Kolniðamyrkur við jökulinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.4.2010 | 02:33
Flott meira svona
Þetta vil ég sjá og oftar, ekki oft sem lögregla kvartar undan góðri hegðan ungmenna, mætti gerast oftar, það vil oft gleymast að unglingarnir í dag eru fullorðna fólkkið á morgun, meira svona.
![]() |
Ölvunarakstur við Akranes |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2010 | 00:14
Hvers vegna þarf að smala???
Komst fólkið ekki þarna upp af sjálfsdáðum, er ekki eðlilegast að það komi sér þaðan á sömu forsemdum, mér finnst ein hvern vegin að þarna séu hjálparsveitirnar að láta misnota sig, er næstum viss að meirihlutinn af fólkinu sem þarna er, sé jafn vel ef ekki betur búið en hjálparsveitirnar, svo hví má fólkið ekki vera þarna þó svo veðrið sé vont, sé ekki tilganginn með því að hjálpa fólki sem er ekki hjálparþurfi, eða er ég að misskilja hlutverk hjálparsveitanna?.
![]() |
Smala fólki af gossvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2010 | 03:35
Íbúar árborgar velja sér leiðtoga úr hópi afbrotamanna?
Íbúar árborgar velja sér leiðtoga úr hópi afbrotamanna?
Eyþór gerðist brotlegur við umferðarlög, og í framhaldinu reyndi hann að gera konuna sína meðseka í sínu afbroti, finnst fólki það vera merki um að honum megi treysta, ég er ekki í hans kjördæmi, sem sjálfstæðismaður finnst mér að maður sem ekki virðir lög meira en hann gerði eigi ekkert erindi í pólitík, basta; virðingarleysið gerir hann vanhæfan og er flokknum til skammar, mitt álit er að það þurfi að taka til í Sjálfstæðisflokknum, en það verður ekki gert á meðan men með dóma á bakinu fyrir lögbrot (uppreist æru breytir þar engu í mínum huga) eru kosnir til ábyrgðastarfa af fólkinu í flokknum.
![]() |
Eyþór sigraði í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.2.2010 | 01:35
Hraðinn segir til sín alltaf.
Þarna er ekki um neitt annað að ræða en of hraðan akstur að ræða, hef ekið nennan veg ótal sinnum og hann er vel merktur, beygjan er að vísu mjög kröpp við brúnna en er vel merkt og ætti því ekki að koma neinum sem um vegin fer á óvart, það virðist ekki hafa skilað sér til ökukennara, að þeir nemendur sem þeir útskrifa þurfa að kunna að lesa umferðaskilti sem mæla fyrir um hraða á vegum landsins, alls ekki bara bæjarfélaga.
![]() |
Þyrlan sótti slasaðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2010 | 00:56
Sorglegast fréttin í langan tíma
Æ stundum veit maður ekki hvort maður á að skrifa um það sem manni svíður, en þessi voða atburður er þyngri en margir aðrir, henni er rænt og hún nær að hringja úr sínum síma og lýsa mannskepnunni, en allt kemur fyrir ekki, hún er myrt, æ ég skil ekki hvað getur fengið men til slíkra ódáða, og fyllist reiði yfir hve vanmáttug við erum, þrátt fyrir alla okkar tæknikunnáttu, að ekki skildi takast að rekja síman og elta hann er stórfurðulegt, og eitthvað sem verður að bæta, vonandi les ég ekki aðra svona frétt lengi.
![]() |
Faiza fannst myrt inni í skógi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar